Gott karfahol á dekkinu á Barða NK. Ljósm. Hreinn SigurðssonFrystitogarinn Barði kom til Neskaupstaðar í nótt. Skipið er með nánast fullfermi og bilaða túrbínu. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra er uppisatða aflans karfi og ufsi og aflaverðmætið 97 milljónir króna. „Við vorum mest að veiðum fyrir vestan, í Víkurál og á Halanum,“ sagði Bjarni Ólafur. „Það var jöfn og góð veiði í túrnum, sérstaklega var karfaveiðin góð,“ sagði Bjarni Ólafur ánægður með árangurinn. 

Að sögn Bjarna Ólafs stóð til að Barði færi í slipp um næstu mánaðamót, en nú yrði væntanlega reynt að flýta slippferðinni. Ráðgert var að skipið yrði í slipp í einar þrjár vikur þannig að ljóst er að nokkur tími mun líða þar til Barði heldur til veiða á ný.

Þess skal getið að ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar á þriðjudag og var afli hans 99 tonn, uppistaðan þorskur og ufsi.