Barði NK í Hafnarfirði.  Ljósm. Þorgeir BaldurssonFrystitogarinn Barði NK hefur að undanförnu verið á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg og aflað vel.  Skipið hefur nú hætt veiðum og er á landleið. Veiðin hefur farið heldur minnkandi, skollin á bræla og er bræluspá fyrir næsta sólarhring. Von er á skipinu til Neskaupstaðar á þriðjudagskvöld.

Þessi veiðiferð Barða mun taka alls 20 daga og þar af hafa 6 dagar farið í siglingu. Heildaraflinn í öllum túrnum er 560 tonn upp úr sjó en skipið millilandaði í Hafnarfirði 18. maí sl.

Barði heldur ekki til úthafskarfaveiða á ný. Næst verður haldið í grálúðu- og ufsatúr hinn 3. júní nk.