Makrílhol.  Ljósm. Þorgeir BaldurssonFrystitogarinn Barði NK er nú í sínum þriðja makríltúr á vertíðinni. Reyndar landaði skipið tvisvar fullfermi í síðasta túr. Þegar heimasíðan hafði samband við Barða skömmu fyrir hádegi í dag var hann á veiðum í Hornafjarðardýpi og upplýsti Geir Stefánsson stýrimaður síðuna um að aflinn væri nægjanlegur til að halda fullum afköstum í vinnslunni. Að sögn Geirs ætti skipið að vera í landi með fullfermi upp úr næstu helgi ef ekkert hlé yrði á vinnslu.Makrílvinnsla um borð í Barða NK.  Ljósm. Þorgeir Baldursson