Barði NK nýkominn úr grálúðutúr. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK nýkominn úr grálúðutúr. Ljósm. Hákon ErnusonBarði NK kom til hafnar í Neskaupstað í morgun að aflokinni veiðiferð sem hófst 6. júní sl. Aflinn var 150 tonn af grálúðu upp úr sjó að verðmæti 125 milljónir króna. Theodór Haraldsson skipstjóri sagði að túrinn hefði einkennst af heldur lítilli veiði, blíðviðri og þoku. „Við vorum á lúðuslóðinni hér fyrir austan allan tímann og það reyndist vera þolinmæðisvinna að ná þessum afla. Það er mun minna af lúðunni en verið hefur síðustu ár. Við vonuðumst eftir meiri afla, en þetta var svo sem ekki alslæmt,“ sagði Theodór.
 
Gert er ráð fyrir að Barði haldi til veiða á ný um hádegi á mánudag.