Barði NK að landa í Norðfjarðarhöfn. Ljósm. Hákon ViðarssonFrystitogarinn Barði NK er að landa fullfermi af karfa og ufsa í Neskaupstað. Aflinn fékkst á Vestfjarðamiðum, mest í Víkurálnum að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra. Mokveiði var allan tímann og fiskurinn sem fékkst ágætur. Veiðiferðin tók samtals 13 daga en einungis 11 daga var verið á veiðum. Bjarni Ólafur segir að áhöfnin sé ánægð með túrinn og ráðgert sé að halda til veiða á ný undir helgi en þá verður væntanlega búið að gera við togspil sem bilaði í veiðiferðinni.