Landað úr Barða NK. Ljósm: Hákon Ernuson
Frystitogarinn Barði kom til löndunar í Neskaupstað seint í gær. Aflinn í veiðiferðinni er 370 tonn upp úr sjó að verðmæti um 130 milljónir. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri sagði að aflinn væri blandaður en uppistaðan væri ufsi. „ Túrinn var býsna góður, það aflaðist vel þrátt fyrir leiðindaveður drjúgan hluta hans,“ sagði Bjarni. Skipið var mest að veiðum úti fyrir Suðausturlandi í þessari veiðiferð.
 
Gert er ráð fyrir að Barði haldi til veiða á ný á fimmtudaginn kemur.