Frystitogarinn Barði NK kom til Neskaupstaðar í gær að aflokinni hálfsmánaðar veiðiferð. Aflinn var um 180 tonn upp úr sjó, uppistaðan ýsa. Verðmæti aflans er um 90 milljónir króna. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir að fiskað hafi verið á Austfjarðamiðum allan túrinn og hann hafi einkennst af þokkalegu ýsukroppi. Komið var í land sólarhring áður en áformað var vegna veðurs og í rokinu í gær lá Barði úti á Norðfirði þar sem meðal annars var unnið við að þrífa skipið.
Barði heldur í síðustu veiðiferð fyrir jól nk. sunnudag.