Frystitogarinn Barði NK kom til hafnar í Neskaupstað í morgun og er hann síðasta skip Síldarvinnslunnar til að ljúka veiðum fyrir jól. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri sagði að þetta hefði verið heldur strembin veiðiferð. „ Það voru óvenju miklar og vondar brælur eins og sést á því að við vorum 4-5 daga frá veiðum í þessari 18 daga veiðiferð“, sagði Bjarni Ólafur. Verðmæti aflans í veiðiferðinni er 93 milljónir og er uppistaða aflans gullkarfi og ufsi og eins var nokkuð veitt af þorski.
Barði mun væntanlega halda á ný til veiða um hádegi 3. janúar.