Barði NK með gott karfahol. Ljósm. Hreinn Sigurðsson Barði NK með gott karfahol. Ljósm. Hreinn SigurðssonÍsfisktogarinn Bjartur og frystitogarinn Barði lönduðu báðir góðum afla í Neskaupstað í gær. Bjartur var með 94 tonn sem fengust í Berufjarðarál. Drjúgur hluti aflans, 46 tonn, var ufsi en 31 tonn þorskur og 14 tonn karfi.
 
Barði kom til millilöndunar enda kominn með fullfermi af gullkarfa sem fékkst að mestu á Melsekk. Alls landaði hann 9000 kössum, sem eru 292 tonn upp úr sjó að verðmæti 75 milljónir.
 
Bæði skipin héldu til veiða strax að löndun lokinni.