Barði NK kom í dag til Norðfjarðar með frystar afurðir að verðmæti um 67 miljónir. Veiðiferðin tók alls 18 daga og var um helmingur aflans ufsi. Barði NK heldur aftur til veiða sunnudaginn 13. júlí kl 12:00.

Bjartur NK landaði á Norðfirði í vikunni um 100 tonnum og var um helmingur aflans þorskur. Bjartur er væntanlegur til löndunar mánudaginn 14. júlí og mun þá stoppa fram yfir miðjan ágúst þar sem skipið mun m.a fara í slipp.

Börkur NK landaði á Seyðisfirði mánudaginn 7. júlí um 1650 tonnum af síld og makríl og Áskell EA landaði sama dag um 530 tonnum á Norðfirði. Börkur NK og Áskell EA stunda síldar og makrílveiðar með tvílembingsaðferð á miðunum fyrir austan land.