Bjartur NK landaði afla sínum á Norðfirði sunnudaginn 30. nóvember. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi og hélt skipið aftur til veiða á mánudagskvöld. Barði NK landaði á Norðfirði mánudaginn 1. desember frystum afurðum að verðmæti um 100 miljónum króna. Barði NK hélt aftur til veiða á miðvikudagskvöld.

Börkur NK landaði á Norðfirði þriðjudaginn 2. desember um 1.600 tonnum af síld sem skipið fékk á síldarmiðunum við Breiðafjörð.  Allur afli Barkar NK fór til bræðslu hjá fiskmjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. Börkur NK hefur leitað síldar úti fyrir austfjörðum í um tvo sólahringa án árangurs.Birtingur NK landaði  á Höfn um 650 tonnum af síld sem skipið fékk við Keflavík og fór um helmingur aflans til vinnslu hjá Skinney-Þinganesi .Síldarskipin Margrét EA, Vilhelm Þorsteinsson EA, Hákon EA og Súlan EA eru öll að landa afla sínum til bræðslu hjá fiskmjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar hf  á Norðfirði og Seyðisfirði.