Bjartur NK landaði á mánudag um 100 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ýsa.  Bjartur NK hélt aftur til veiða á þriðjudagskvöld.  Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til Norðfjarðar laugardaginn 1. desember.  

Margrét EA landaði um 1.200 tonnum af síld um helgina, Börkur NK landaði í gær um 700 tonnum og fór afli þeirra til vinnslu í fiskiðjuveri SVN.  Einnig landaði Súlan EA um 800 tonnum af síld sem fóru til bræðslu.