Barði NK landaði á föstudag afla að verðmæti um 57 miljónir og hélt aftur til veiða laugardaginn 21. júní. Bjartur NK landaði í gær um 100 tonnum og var uppistaða aflans þorskur. Bjartur NK heldur aftur til veiða í kvöld. Börkur NK hélt til síldveiða í gær.