Beitir NK hélt til kolmunnaveiða í gærkvöldi, en önnur uppsjávarskip Síldarvinnslunnar bíða frétta um niðurstöðu loðnumælinga. Heimasíðan sló á þráðinn til Sturlu Þórðarsonar skipstjóra á Beiti í morgun. „Við erum á leiðinni á gráa svæðið syðst í færeysku lögsögunni, en mér skilst að þar hafi Færeyingarnir verið að fiska vel að undanförnu. Þetta er 360-370 mílna sigling á miðin. Það eru fleiri íslensk skip á leiðinni á þessi mið, ég veit um Hoffell SU og Guðrúnu Þorkelsdóttur SU“, sagði Sturla.