Beitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 950 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst fyrir vestan land. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að um fallega demantssíld sé að ræða og hafi vinnsla á henni hafist strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. „Við fengum þennan afla 100 mílur vestur og vestnorðvestur af Garðskaga. Holin voru afar misjöfn; í sumum var sáralítið en mest fengum við 230-240 tonn í holi. Það er alls ekki mikla síld að sjá þarna en við fengum þó einn ágætan sólarhring,“ sagði Sturla.