Beitir NK aflaði vel af kolmunna í síðustu veiðiferð ársins. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBeitir NK aflaði vel af kolmunna í síðustu
veiðiferð ársins. Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Sl. sunnudag kom Beitir NK til Neskaupstaðar með kolmunnafarm úr færeysku lögsögunni. Upp úr skipinu kom hvorki meira né minna en 3.201 tonn og er það líklega stærsti farmur sem íslenskt fiskiskip hefur komið með að landi. Hafa skal í huga að skipið kom með aflann kældan en án kælingar hefði farmurinn orðið stærri. Beitir hefur áður komið með farma yfir 3.000 tonn, en stærsti kolmunnafarmur skipsins á undan þessum var 3.123 tonn og var honum landað í Neskaupstað í aprílmánuði sl.