Beitir NK kom með 1.050 tonn af síld til Neskaupstaðar í gær. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK kom með 1.050 tonn af síld til Neskaupstaðar í gær.
Ljósm. Hákon Ernuson
Beitir NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.050 tonn af síld. Síldin fer öll til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að töluvert af síld sé á þessum slóðum. „Við fengum þennan afla í fjórum holum í Norðfjarðar og Seyðisfjarðardýpi, bæði djúpt og grunnt. Þetta er stór og falleg síld, 380-400 gramma meðalstærð. Ég geri ráð fyrir að löndun ljúki í kvöld,“ sagði Sturla.
 
Bæði Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK eru að makrílveiðum í Smugunni með nót. Litlar fréttir bárust frá skipunum í gær en vonandi gefur makríllinn sig í nótina fljótlega.