Beitir NK er nú í sinni fyrstu veiðiferð með hringnót en vinnu við breytingar á skipinu lauk á Akureyrir s.l. laugardag.
Börkur NK landar í dag um 1.100 tonnum af síld sem fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Barði NK landaði á föstudag, frystum afurðum að verðmæti um 80 milljónir.  Uppistaða aflans var karfi og þorskur.  Barði NK heldur aftur til veiða í dag.
Bjartur NK er væntanlegur til löndunar á miðvikudaginn 1. desember.