Börkur NK og Beitir NK veiða nú kolmunna í færeysku lögsögunni. Ljósm. Hákon ViðarssonBeitir NK hóf kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni sl. mánudag og Börkur NK hóf veiðar í nótt. Þegar þetta er skrifað er Börkur með sitt fyrsta hol en Beitir með sitt þriðja. Heimasíðan hafði samband við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti rétt fyrir hádegið og heyrði í honum hljóðið. „Það er ekki mikill kraftur í veiðinni en það er dálítið að sjá – dálítið ryk,“ sagði Tómas. „Við fengum 200 tonn í fyrsta holi og 290 í því næsta þannig að við erum komnir með tæp 500 tonn. Við togum allt upp í 18 tíma þannig að hér er um að ræða þolinmæðisverk. Veiðisvæðið er 40-50 mílur norðnorðaustur af Færeyjum. Við hér um borð erum þokkalega hressir og áttum allt eins von á því að það tæki dálítinn tíma að fá í skipið,“ sagði Tómas að lokum.