Í gærkvöldi héldu uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Beitir og Börkur, til kolmunnaveiða en skipin hafa legið í höfn að undanförnu og ýmsum viðhaldsverkefnum sinnt. Síldarvinnsluskipin lönduðu kolmunna síðast um miðjan maímánuð og þá fékkst hann í færeysku lögsögunni. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir að nú verði haldið í Rósagarðinn og þar geri menn sér vonir um veiði. „Við fórum í Rósagarðinn um þetta leyti í fyrra og fiskuðum þokkalega, vorum að fá frá 100 og upp í 400 tonn í holi. Nú ætti kolmunninn að vera feitari en hann var í vor og því betra hráefni. Við höldum til veiða fullir bjartsýni eins og alltaf,“ segir Sturla.
Nýjustu fréttir
- Vestmannaeyjatogararnir lönduðu í Grindavík í morgun
- Heimsins besta jólasíld
- Veiðar hafnar að lokinni frábærri árshátíðarferð
- Árshátíð starfsmanna fyrirtækja í Síldarvinnslusamstæðunni
- Ísfisktogararnir landa fyrir árshátíðarferð
- Áhersla á ýsuna hjá Blængi
- Fyrsti síldarfarmurinn að vestan
- Stuttir túrar hjá línuskipunum