Beitir NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBeitir NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBeitir NK hélt áleiðis til Gdansk í Póllandi sl. laugardagskvöld og er áætlað að hann komi þar til hafnar hinn 1. október. Skipið mun síðan fara í dokk hinn 5. október en á því verða gerðar ýmsar umbætur auk þess sem hefðbundnu viðhaldi verður sinnt. Áætlaður verktími er um tíu vikur þannig að skipið gæti komið til heimahafnar á ný um miðjan desember. 
 
Skipt verður um RSW-kælikerfi í skipinu; núverandi kerfi er freon-kerfi en hið nýja verður ammonia-kerfi. Þá verður nýr andveltitankur settur í skipið og afköst vacuum-kerfisins (löndunarkerfisins) aukin. Skipið verður síðan snurfusað og málað hátt og lágt.