Bergey VE að toga.  Ljósm. Egill Guðni GuðnasonBergey VE að toga. Ljósm. Egill Guðni GuðnasonBergey VE og Vestmannaey VE héldu til veiða um hádegi sl. sunnudag eftir að hafa verið formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn. Bergey kom síðan til löndunar í gær með fullfermi og Vestmannaey er að landa svipuðum afla í dag. Heimasíðan ræddi stuttlega við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey og spurði hann hvernig hefði gengið að fiska. „Það gekk vel og þetta er blandaður afli – þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Við fengum í skipið á tæpum þremur sólarhringum og það þykir bara gott. Við og Vestmannaey vorum að veiðum á Péturseyjarbleyðunni og þar var góður fiskur en ýsan er þó ekki komin þarna í miklum mæli. Við erum hressir með veiðiferðina og hjá okkur er allt í himnalagi,“ segir Jón.