
Á meðan Bergey er í slipp hefur Vestmannaey VE verið að fiska. Aflabrögð hafa verið þokkalega góð og kemur skipið til löndunar í dag. Þá hefur það landað þrisvar á um það bil einni viku og er heildaraflinn úr þessum þremur túrum tæp 400 kör, en um 400 kg. eru í hverju kari. Þessi afli samanstendur af ýmsum tegundum t.d. 55 körum af lýsu, 55 körum af löngu og 55 körum af sólkola auk þorsks, ýsu og karfa. Af þessum afla fara fimm gámar, eða tæplega helmingur aflans, á markað í Englandi og Þýskalandi en annað er unnið hjá Nöf í Vestmannaeyjum.