Ísfisktogarinn Bergur VE hefur í um mánaðartíma verið í Hafnarfirði þar sem ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt. Framkvæmdur var öxuldráttur, báðar aðalvélar teknar upp og fleiri smærri verkefni voru á dagskrá. Skipið var um tveggja vikna skeið í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á meðan viðhaldvinnan fór fram. Nú er viðhaldsverkefnunum lokið og verða vélar prufukeyrðar í dag. Síðan er gert ráð fyrir að Bergur haldi til veiða á morgun.
Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi en skipið hélt til veiða sl. föstudag. Aflinn var blandaður. Vestmannaey heldur á ný til veiða í kvöld.