Birtingur NK farinn á kolmunnaveiðar. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBirtingur NK hélt til kolmunnaveiða í gær en skipið hefur legið í höfn frá því að loðnuvertíð lauk. Þar með eru kolmunnaveiðiskip Síldarvinnslunnar orðin þrjú talsins en Börkur og Beitir hafa stundað veiðarnar að undanförnu. Kolmunnakvóti Síldarvinnslunnar á yfirstandandi vertíð er um 50 þúsund tonn og því þótti nauðsynlegt að fjölga veiðiskipunum í þrjú. Skipstjóri á Birtingi er Tómas Kárason.