Birtingur NK í Neskaupstað. Ljósm. Hákon Ernuson
Birtingur NK í Neskaupstað. Ljósm. Hákon Ernuson

Birtingur NK lauk loðnuleitartúr sínum aðfaranótt fimmtudags. Túrinn var farinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og voru þrír sérfræðingar frá stofnuninni um borð. Mældi Birtingur loðnu austur og norður af Langanesi og á þeim slóðum sem loðnuflotinn hefur haldið sig á að undanförnu.
 
Að leit lokinni hélt Birtingur til hafnar á Siglufirði og þar skilaði hann af sér sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Ráðgert er að Birtingur haldi til loðnuveiða frá Siglufirði.