Eins og fram hefur komið hefur hafrannsóknaskip að undanförnu leitað loðnu út af Vestfjörðum en veður hefur gert því erfitt fyrir. Til þess að efla leitina er verið að útbúa Birting NK til þátttöku í henni.
Birtingur verður með sambærilegan leitarbúnað og hafrannsóknaskipið og þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í honum. Áformað er að Birtingur haldi í loðnuleitina um helgina. Skipstjóri á Birting NK verður Tómas Kárason.