Birtingur NK (áður Börkur) og Börkur NK í höfninni í Helguvík á loðnuvertíðinni 2012Nú, þegar loðnukvótinn hefur verið aukinn, hefur
Síldarvinnslan tekið ákvörðun um að senda Birting NK til veiða, en Birtingur NK
hét áður Börkur NK og hefur bráðum verið í eigu Síldarvinnslunnar í 40 ár. 
Birtingur var nýttur til loðnuveiða á síðustu
vertíð en hefur síðan legið við bryggju á Seyðisfirði.

Skipstjóri á Birtingi NK verður Tómas Kárason.

Ljósm. Þorgeir Baldursson