Birtingur NK í slipp á Akureyri.  Ljósm. Þorgeir BaldurssonBirtingur NK hélt norður til Akureyrar í síðustu viku og var þar tekinn í slipp. Er hér um „hefðbundinn slipp“ að ræða eins og sagt er, en auk þess verður skipið málað hátt og lágt. Birtingur ætti því að vera fínn og vel til hafður þegar honum verður lagt að aflokinni slippferðinni. Vonandi mun hann síðan koma í góðar þarfir á næstu loðnuvertíð eins og hann hefur gert á undanförnum tveimur vertíðum.