Nú skarta loðnuskipin Birtingur og Beitir hinni fínustu mottu eins og reyndar fleiri skip í íslenska flotanum. Mottan virðist fara þeim ágætlega og eru kallarnir um borð hinir ánægðustu með skeggvöxt skipanna. Aðspurðir sögðu þeir Barkarmenn að það væri ánægjulegt að geta vakið athygli á góðu málefni með þessum hætti en nokkuð virtist skorta á að skeggvöxtur sumra í áhöfninni stæðist kröfur mottumars. Hér fylgja myndir af Birtingi og Berki með motturnar virðulegu en Hákon Ernuson tók þær nú um hádegisbil.