Bjarni Ólafsson AK. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK. Ljósm. Hákon ErnusonBjarni Ólafsson AK kemur til Neskaupstaðar í dag með 1400-1500 tonn af kolmunna. Að sögn Þorkels Péturssonar stýrimanns fékkst aflinn í sex holum í Rósagarðinum. „Við vorum fimm daga að veiðum en við fengum brælu í einn sólarhring og þá var ekki unnt að toga. Það er eitthvað að sjá þarna og gott að geta fiskað kolmunnann á þessum slóðum innan íslenskrar lögsögu,“ sagði Þorkell. 
 
Fleiri skip eru komin á kolmunnamiðin í Rósagarðinum, þar á meðal Börkur NK og Venus NS. Þegar haft var samband við Börk í morgun var skipið að toga í brælu. Að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra var aflinn orðinn 700 tonn og hafði hann fengist í þremur holum.