Það er verið að landa norsk-íslenskri síld úr Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að löndun ljúki síðdegis og þá mun skipið halda til veiða á íslenskri sumargotssíld. Veiðar á íslenskri sumargotssíld eru hafnar vestur af landinu og er fyrsta skipið á landleið með góðan afla. Veiðin mun hafa farið fram djúpt í Jökuldýpinu.
Beitir NK er að síldveiðum í Smugunni um 20 mílur frá norsku línunni og hefur verið að fá góðan afla. Börkur NK hélt áleiðis í Smuguna í gærkvöldi.