Bjarni Ólafsson AK landaði í gærdag með fyrstu sumarsíldinni úr norsk-íslenska stofninum á Norðfirði. Aflinn var um 1.400 og hófu þeir vinnslu í bræðslunni í gærkvöldi. Hákon EA landaði síldarhrati í nótt og von er á Vilhelm Þorsteinssyni EA til Norðfjarðar í dag með frystar síldarafurðir. Skipin fengu aflann á miðunum við Jan Mayen.