Gott karfahol hinn 9. mars í Skeiðarárdýpi. Ljósm. Þorgeir BaldurssonÍsfisktogarinn Bjartur NK kom til löndunar í heimahöfn í hádeginu í dag. Aflinn er 76 tonn, uppistaðan þorskur en 26 tonn djúpkarfi. Karfinn fékkst í Skeiðarárdýpinu en þorskurinn á Fætinum. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að hundleiðinlegt veður, sannkölluð skítabræla, hafi verið nánast allan túrinn og veiðarnar hafi verið bölvaður barningur.

Bjartur mun halda til veiða á ný á föstudagskvöld.