Ísfisktogarinn Bjartur NK hélt til veiða á annan í páskum. Vegna dræmrar veiði á Austfjarðamiðum hélt hann á Selvogsbanka og fékk þar góðan þorskafla ásamt því að veiða vænan karfa á Melsekk. Eftir tvo daga á veiðum var haldið til Hafnarfjarðar og landað fullfermi eða 100 tonnum. Í Hafnarfirði biðu Bjartsmenn af sér veður en héldu til veiða á ný á föstudagsmorgun og var veitt á svipuðum slóðum og áður. Góð karfaveiði var á Tánni og í Grindavíkurdýpi en yfir nóttina fékkst þorskur, ýsa og ufsi í bland á Selvogsbankanum. Nú er Bjartur á landleið til Neskaupstaðar með fullfermi eftir þrjá daga á veiðum.
Skipstjóri á Bjarti er Bjarni Már Hafsteinsson.