Bjartur NK að landa að loknu ralli. Ljósm. Hákon ErnusonBjartur NK að landa að loknu ralli. Ljósm. Hákon ErnusonSl. nótt kom Bjartur NK til hafnar í Neskaupstað og hefur þá lokið hlutverki sínu í togararalli ársins. Rallið hjá Bjarti tók 20 daga en það hófst 25. febrúar. Verið er að landa úr skipinu og er þetta þriðja löndunin eftir að rallið hófst. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri var ánægður með hvernig rallið tókst. „Þetta gekk prýðisvel. Veðrið var gott fyrri hluta rallsins en rysjótt síðari hlutann, þó við þyrftum aldrei að gera hlé,“ sagði Steinþór. „Það var meiri afli í þessu ralli en fyrri röllum og það er auðvitað gleðilegt. Þetta var 26. rallið hjá Bjarti og flest bendir til að það sé hið síðasta hjá þessu ágæta skipi,“ sagði Steinþór að lokum.