Bjartur NK landar í dag um 60 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ýsa.  Bjartur NK heldur aftur til veiða annað kvöld.
Barði NK er að veiðum.

Góð loðnuveiði hefur verið hjá loðnuskipunum undan Sandgerði síðustu daga.  Börkur NK landaði um 400 tonnum í Helguvík í fyrradag og er væntanlegur til Norðfjarðar í kvöld með um 900 tonn sem fara í vinnslu.  Beitir NK landaði um 1.200 tonnum í Helguvík í fyrradag og er nú að veiðum.  Erika GR landar á Norðfirði í dag um 600 tonnum í vinnslu.