Bjartur NK landar á Norðfirði í dag um 85 tonnum af fiski og er uppistaða aflans þorskur og ýsa. Bjartur NK heldur aftur til veiða á morgun.
Barði Nk er að veiðum og er væntanlegur til löndunar mánudaginn 22. febrúar.
Börkur NK kom til Norðfjarðar í morgun með um 1.200 tonn af loðnu sem fer til vinnslu í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Bjarni Ólafsson AK og grænlenska skiptið Erika GR lönduðu um 1.500 tonnum af loðnu um helgina og fór sá afli einnig til vinnslu.
Norska uppsjávarskipið Strand Senior landar í dag um 1.700 tonnum af kolmunna hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Norðfirði.