Bjartur NK er að landa í dag um 65 tonnum og er uppistaðan í aflanum þorskur, Bjartur NK heldur aftur til veiða á fimmtudagsmorgun. Barði NK landar væntanlega á Norðfirði miðvikudaginn 2. mars.
Beitir NK er væntanlegur til Norðfjarðar í fyrramálið með fullfermi af loðnu sem fer í hrognavinnslu.
Önnur loðnuskip eru annað hvort að veiðum eða á leið á miðin.