Landað úr Bjarti NK. Ljósm. Hákon ViðarssonBjartur NK kom til löndunar í gærkvöldi með um 100 tonn af þorski. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að sæmilega hafi aflast í túrnum en veitt var í Seyðisfjarðardýpi og á Digranesflaki. Upplýsir Steinþór að hefðbundið sé að sækja á þessi mið á haustin því þarna megi þá yfirleitt fá þokkalegan fisk.

Bjartur mun halda á ný til veiða á morgun.