Bjatur NK að lokinni löndun. Ljósm. Hákon ViðarssonÍsfisktogarinn Bjartur kom til hafnar í Neskaupstað í nótt með 96 tonn og er uppistaða aflans þorskur. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra var víða veitt í túrnum: „Við byrjuðum á Herðablaðinu og héldum þaðan á Breiðdalsgrunn, þvínæst á Þórsbanka og enduðum í Seyðisfjarðardýpinu. Það var heldur lítið að hafa þar til í gær en þá fékkst ágætis afli. Það má því segja að túrinn hafi reddast á síðustu stundu“.