Verið að ísa Bjart NK á Seyðisfirði að lokinni löndun. Ljósm. Ómar BogasonVerið að ísa Bjart NK á Seyðisfirði að lokinni löndun. Ljósm. Ómar BogasonÞað sem af er september hafa ísfisktogararnir Bjartur NK og Gullver NS landað samtals fimm sinnum á Seyðisfirði. Bjartur hefur landað þrisvar samtals 243 tonnum og Gullver tvisvar samtals 186 tonnum. Uppistaða aflans hefur verið þorskur, karfi og ufsi. Hluti aflans hefur verið unnin í fiskvinnslustöðinni á Seyðisfirði og segir Ómar Bogason vinnsluna ganga vel. „Hér fellur ekki úr klukkutími. Það er unnið á fullum afköstum hvern dag og rúmlega það. Vinnslan er jöfn og góð og stöðin er ágætlega mönnuð. Við höfum lagt sérstaka áherslu á vinnslu á ufsa og það hefur gengið vel. Menn eru mjög ánægðir með gang mála hérna,“ sagði Ómar.
 
Gullver landaði síðast 94 tonnum sl. mánudag og Bjartur landaði 89 tonnum í gær.
 
Þegar þetta er ritað er frystitogarinn Barði NK að veiðum úti fyrir Norðurlandi en Blængur NK er í slipp á Akureyri. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að veiðum úti fyrir Suðaustur- og Suðurlandi að undanförnu.