Bjartur tekur inn karfahol. Ljósm: Ísak Fannar Sigurðsson

Ísfisktogarinn Bjartur kom til Neskaupstaðar snemma í morgun með um 80 tonn. Uppistaða aflans er þorskur, ufsi og karfi. Að sögn Steinþórs Hálfdanarsonar skipstjóra var veður til mikilla trafala í túrnum. Veitt var á Fætinum en þegar veður versnaði þar var haldið vestur á Kötlugrunn.”Við þurftum að flýja veðrið en verst var að það var enginn fiskur þarna fyrir vestan,” sagði Steinþór. “Okkur gekk vel að ná þorskinum á meðan við sinntum honum og sama má segja um ufsann. Í karfanum var þetta hins vegar nudd.”