Frystitogarinn Blængur NK kom til Vestmannaeyja sl. þriðjudag og setti þar meðal annars á land trollið sem skipið slæddi upp á Kötlugrunni seint í síðasta mánuði. Hér á heimasíðunni var greint frá því að Blængur hefði tapað trolli á Kötlugrunni í nóvember sl. en hefði tekist að ná því upp þaðan sem það lá á 280 – 290 faðma dýpi. Það var Guðmundur Alfreðsson sem tók meðfylgjandi myndir af Blængi í Eyjum.
Þegar þetta er skrifað er Blængur að veiðum á Reykjanesgrunni og er afli skipsins í veiðiferðinni hingað til um 400 tonn.