Um kl. 16 í dag kemur Blængur NK til heimahafnar í Neskaupstað eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Myndin sem fylgir er tekin í Seyðisfjarðardýpinu skömmu fyrir hádegi þegar Blængur mætti þar Barða NK. Eins og sést á myndinni er Blængur orðinn hinn glæsilegasti.