: Það var blíða hjá Blængi allan túrinn að undanskildum einum degi. Ljósm. Hákon SeljanÞað var blíða hjá Blængi allan túrinn að
undanskildum einum degi. Ljósm. Hákon Seljan
Frystitogarinn Blængur NK landaði í Neskaupstað í byrjun þessa mánaðar. Aflinn var 365 tonn upp úr sjó, mest ufsi og grálúða. Verðmæti aflans var 137 milljónir króna. Skipstjóri í veiðiferðinni var Theodór Haraldsson og segir hann að hún hafi verið heldur tíðindalítil. „Við fórum út 5. júlí og héldum okkur alveg fyrir austan. Lögðum áherslu á lúðuna en fórum tvisvar sinnum í ufsa í Berufjarðarálnum. Segja má að það hafi verið rjómablíða allan túrinn að undanskildum einum degi, en annars er heldur fátt um hann að segja,“ segir Theodór.
 
Blængur hélt til veiða á ný sl. mánudagskvöld.