Capture

Landað úr Blængi NK í dag.Ljósm. Smári Geirsson.

                Frystitogarinn Blængur NK millilandar í Neskaupstað í dag. Afli skipsins er um 520 tonn upp úr sjó að verðmæti um 160 milljónir króna. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir að það hafi verið fínasta kropp í túrnum fram að þessu. „Við héldum til veiða 8. nóvember og síðan eru liðnir 20 dagar. Túrnum á ekki að ljúka fyrr en 18. desember. Í dag verður landað 16.000 kössum úr skipinu og er ufsi uppistaða aflans. Haldið verður á ný til veiða strax að  löndun lokinni. Í þessum túr hefur verið veitt frá Langanesi og vestur í Víkurál og vonandi verða aflabrögð áfram þokkaleg þannig að árinu ljúki á góðum nótum,“ segir Bjarni Ólafur.

                Theodór Haraldsson mun leysa Bjarna Ólaf af í síðari hluta veiðiferðarinnar.