Blaengur juli 2015 GBB
Tegund: Frystitogari
Smíðaður: Astilleros Luzuriaga S.A, Spáni, 1973
Brúttórúmlestir: 1065
Brúttótonn: 1722
Lengd: 79 m
Breidd: 10 m
Vél: Wartsila NSD 3680 kW (5000hö)
Sími: 851 2515 / 853 2515
Tölvupóstur:
Skipstjóri:  Bjarni Ólafur Hjálmarsson

Blængur hét upphaflega Ingólfur Arnarsson en lengst af Freri RE og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. á Spáni. Skipið kom nýtt til landsins í janúarmánuði 1974. Það var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur til ársins 1985 en þá festi Ögurvík hf. kaup á því. Þegar Ögurvík eignaðist skipið var því breytt í frystiskip. Árið 2000 voru umfangsmiklar breytingar gerðar á skipinu en þá var það meðal annars lengt um 10 metra og aðalvél þess endurnýjuð ásamt öðrum vélbúnaði. Einnig var vinnslulínan og frystilest endurnýjuð. Skipið er 79 metra langt og búið 5000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila. Það er 1723 tonn að stærð. Síldarvinnslan festi kaup á Blæng í júní 2015.