Tankahúsið bleiklýst. Ljósm. Hákon ViðarssonOktóber er bleikur í ár eins og undanfarin ár. Bleiki liturinn er hafður í hávegum til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í tilefni af átaki Krabbameinsfélags Íslands gegn þessum vágesti hefur Síldarvinnslan lýst húsið á mjöltönkum fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað með bleiku. Húsið er áberandi og blasir við þegar ekið er inn í bæinn og þegar siglt er inn í höfnina þannig að þeir sem eiga leið hjá eru tryggilega minntir á átaksverkefnið og hve brýnt er að allir taki virkan þátt í baráttunni fyrir bættri heilsu og heilbrigði lífi.