Bleikur októberEins og öllum er kunnugt er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru allir landsmenn beðnir um að hampa bleikum lit fimmtudaginn 16. október til þess að sýna samstöðu í báráttunni gegn hinum illvíga sjúkdómi. Síldarvinnslan lætur sitt ekki eftir liggja í dag. Bleiki liturinn er hafður í hávegum og tertur skreyttar með bleiku eru á boðstólum á kaffistofum. Þá var öllum konum sem starfa hjá fyrirtækinu afhent hálsmen með Bleiku slaufunni.Aldís Kristjánsdóttir starfsmanður fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Gunnar Sverrisson

Guðný Bjarkadóttir með bleiku slaufuna. Ljósm. Hákon ViðarssonKaffiveisla í tilefni dagsins. Ljósm. Hákon Viðarsson